Farangursheimildir
- Til að minnka óþarfa tafir og óþægindi fyrir aðra farþega eru það tilmæli okkar að hver farþegi hafi ekki nema 20 kg meðferðis og vel sé gengið frá farangri þar sem við förum í land í léttbát. Allt sem telst óeðlilega umfram farangur er rukkað sérstaklega fyrir eða 4.000 kr. (Hakað við í bókun).
- Hægt er að skutlast með trúss/farangur til Reykjarfjarðar, Látravíkur eða Dranga fyrir 1500 kr. (Hakað við í bókun).
- Trússið/farangurinn Ísafjarðarmegin þarf að berast fyrst til Norðurfjarðar til þess að komast á þessa áfangastaði.
- Allur dýr búnaður er á ábyrgð eiganda.
Auka farangur - Kajak eða aðrir stórir hlutir þarf að panta fyrirfram og kostar 4.000 kr.
- Hundar eru velkomnir en þurfa vera í bandi eða búri.
- Landeigendur sem þurfa að flytja vörur eða byggingarefni vinsamlegast hafið samband áður.
Frekari upplýsingar hafið samband við standferdir@strandferdir.is
Fatnaður
Það eru tilmæli okkar að fólk hafi með sér viðeigandi fatnað eftir veðurspá. Veðurskilyrði geta þó breyst hratt og því er nauðsynlegt að hafa með sér hlý föt. Gott er að hafa föt til skiptana, vatnsheld föt og viðeigandi skóbúnað.
Á Íslandi er veðrið oft óútreiknanlegt og er fatnaður því mikilvægur þáttur í ferðum á Hornstrandir.
Sóttvarnir
Farþegar eru beðnir um að huga að eigin sóttvörnum og fylgja þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi í samfélaginu. Tilmæli stjórnvalda um grímunotkun og sótthreinsun eiga við um borð til þess að draga úr líkum á smitum og vernda aðra farþega.
Virðum sóttvarnareglur, hugum að eigin hreinlæti og notum grímur.