kr.17.800
Hlöðuvík liggur á milli Fljótavíkur og Hælavíkur. Tvö hús eru við gamla bæjarstæðið að Búðum og eru þau í eigu afkomenda Hlöðuvíkurbænda. Einnig er þar náðhús fyrir ferðamenn.
Fyrir miðjum firðinum er Álfsfell en það skilur að Hlöðuvík og Kjaransvík.
Gönguleið er frá Hlöðuvík um Skálakamb yfir í Hælavík og áfram um Atlaskarð og Rekavík bak við Höfn í Hornvík.
Frá Kjarnavík má ganga um Almenninga og Þorleifsskarð í Fljótavík eða um Kjarnavíkurskarð og Hesteyrabrúnir að Hesteyri.
Fljótavík
Upphafsstaður
Hlöðuvík
Vinsamlega kynnið ykkur umgengnisreglur um friðland
Aðkoma:
Farið í land við bryggju.
Ferðatími: 3 klst
Uppgefinn tími miðast við beina siglingu en ef við komum við á leiðinni þá lengist tíminn.
Lágmarksfjöldi: 7 farþegar
Frekari upplýsingar hafið samband við standferdir@strandferdir.is
Fatnaður
Það eru tilmæli okkar að fólk hafi með sér viðeigandi fatnað eftir veðurspá. Veðurskilyrði geta þó breyst hratt og því er nauðsynlegt að hafa með sér hlý föt. Gott er að hafa föt til skiptana, vatnsheld föt og viðeigandi skóbúnað.
Á Íslandi er veðrið oft óútreiknanlegt og er fatnaður því mikilvægur þáttur í ferðum á Hornstrandir.
Sóttvarnir
Farþegar eru beðnir um að huga að eigin sóttvörnum og fylgja þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi í samfélaginu. Tilmæli stjórnvalda um grímunotkun og sótthreinsun eiga við um borð til þess að draga úr líkum á smitum og vernda aðra farþega.
Virðum sóttvarnareglur, hugum að eigin hreinlæti og notum grímur.
Gönguleiðir:
Hlöðuvík – Skálakamb (350m) í Hælavík – Atlaskarð – Rekavík bak Höfn í Hornvík.
kr.17.800