kr.12.500
Hrafnsfjörður er einn af hinum fimm Jökulfjörðum. Í Hrafnsfirði gengur eyri fram í fjörðinn sem heitir Skipaeyri. Í botni Hrafnsfjarðar er gígtappi úr stuðlabergi, yfir 100 metra hár, sem heitir Gýgjarsporshamar. Skorarheiði tengir fjarðarbotninn við Furufjörð og er göngubrú yfir Skorará og gengið fram hjá Skorarvatni. Vestan megin er farið yfir vað við Álfsstaðará sem kemur ofan af Bolungavíkurheiði rétt innan við rústir af Álfsstöðum. Bolungavíkurheiði er mjög vel merkt. Tjaldsvæði við neyðarskýli.
Aðkoma:
Farið í land við bryggju.
Ferðatími: 1 klst og 40 mín.
Uppgefinn tími miðast við beina siglingu en ef við komum við á leiðinni þá lengist tíminn.
Frekari upplýsingar hafið samband við standferdir@strandferdir.is
Fatnaður
Það eru tilmæli okkar að fólk hafi með sér viðeigandi fatnað eftir veðurspá. Veðurskilyrði geta þó breyst hratt og því er nauðsynlegt að hafa með sér hlý föt. Gott er að hafa föt til skiptana, vatnsheld föt og viðeigandi skóbúnað.
Á Íslandi er veðrið oft óútreiknanlegt og er fatnaður því mikilvægur þáttur í ferðum á Hornstrandir.
Sóttvarnir
Farþegar eru beðnir um að huga að eigin sóttvörnum og fylgja þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi í samfélaginu. Tilmæli stjórnvalda um grímunotkun og sótthreinsun eiga við um borð til þess að draga úr líkum á smitum og vernda aðra farþega.
Virðum sóttvarnareglur, hugum að eigin hreinlæti og notum grímur.
Gönguleiðir:
Veiðileysufjörður – Hornvík – um Hafnarskarð 10 km.
Hrafnsfjörður - Furufjörður, um Skorarheiði 7 km.
Hrafnsfjörður – Reykjarfjörður um Skorarheiði 14 – 16 km.
kr.12.500