kr.11.900
Grunnavík liggur í utanverðu fjarðarmynni Jökulfjarðar á milli Staðarhlíðar og Vélbjarnarnúps. Efst er Staðarhlíð, þverhnípt og skriðurunnin hlíð niður að sjó. Maríuhorn eru kletta-pýramídar í vestanverðri hlíðinni og norðan þeirra er Ófæra sem er klettur með tveimur götum í blágrýti. Hægt er að ganga sumstaðar um á fjöru en annars er fært bátum á flóði. Þetta var þéttbýlt áður fyrr en síðustu ábúendur fór þaðan 1962 og við það lagðist byggð endanlega af á Jökulfjörðum. Staðarkirkja í Grunnavík er helguð Maríu mey. Þar er nú sumarhúsabyggð.
Aðkoma:
Farið í land í léttbát.
Ferðatími: 40 mín.
Uppgefinn tími miðast við beina siglingu en ef komið við á leiðinni þá lengist tíminn.
Lágmarksfjöldi: 5 farþegar
Frekari upplýsingar hafið samband við standferdir@strandferdir.is
Fatnaður
Það eru tilmæli okkar að fólk hafi með sér viðeigandi fatnað eftir veðurspá. Veðurskilyrði geta þó breyst hratt og því er nauðsynlegt að hafa með sér hlý föt. Gott er að hafa föt til skiptana, vatnsheld föt og viðeigandi skóbúnað.
Á Íslandi er veðrið oft óútreiknanlegt og er fatnaður því mikilvægur þáttur í ferðum á Hornstrandir.
Sóttvarnir
Farþegar eru beðnir um að huga að eigin sóttvörnum og fylgja þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi í samfélaginu. Tilmæli stjórnvalda um grímunotkun og sótthreinsun eiga við um borð til þess að draga úr líkum á smitum og vernda aðra farþega.
Virðum sóttvarnareglur, hugum að eigin hreinlæti og notum grímur.
Gönguleiðir:
Bæir – Snæfjallaheiði – Grunnavík.
kr.11.900