kr.11.900
Hesteyri er staður þar sem finna má eyðiþorp í Jökulfjörðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þorpið fór í eyði rétt eftir miðja 20. Öld. Jörðin nær frá landamerkjum við Sléttu fyrir Hesteyrarfjörð og fremst á Lásfjall.
Á Hesteyri eru nokkur hús sem eigendur nota sem sumarhús. Húsin eru flest reist á fyrri hluta síðustu aldar en nokkur fyrir aldamótin 1900. Var þar rekin verslun en Hesteyri varð löggiltur verslunarstaður 1881. Hesteyrarkirkja var reist 1899. Þegar mest var bjuggu rúmlega 80 manns á Hesteyri. Þarna er læknisbústaður sem er notaður fyrir ferðaþjónustu í dag.
Innan við Hesteyri rennur Hesteyrará sem var brúuð árið 2004. Á Stekkeyri var reist hvalstöð árið 1894 af Norðmönnum. Komst hún síðar í eigu Íslendinga, en var síðar breytt í síldarbræðslu. Í dag er lítið eftir af byggingunum annað en rústir og strompur mikill sem enn stendur.
Vinsamlega kynnið ykkur umgengnisreglur um friðland.
Ferðatími: 40 mín
Lágmarksfjöldi: 5 farþegar
Frekari upplýsingar hafið samband við standferdir@strandferdir.is
Fatnaður
Það eru tilmæli okkar að fólk hafi með sér viðeigandi fatnað eftir veðurspá. Veðurskilyrði geta þó breyst hratt og því er nauðsynlegt að hafa með sér hlý föt. Gott er að hafa föt til skiptana, vatnsheld föt og viðeigandi skóbúnað.
Á Íslandi er veðrið oft óútreiknanlegt og er fatnaður því mikilvægur þáttur í ferðum á Hornstrandir.
Sóttvarnir
Farþegar eru beðnir um að huga að eigin sóttvörnum og fylgja þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi í samfélaginu. Tilmæli stjórnvalda um grímunotkun og sótthreinsun eiga við um borð til þess að draga úr líkum á smitum og vernda aðra farþega.
Virðum sóttvarnareglur, hugum að eigin hreinlæti og notum grímur.
Gönguleiðir:
Hesteyri - Kjaransvík - Hlöðuvík, um Kjaransvíkurskarð (14 km 6-7 klst.)
Hesteyri – Látrar í Aðalvík, um Hesteyrarskarð (10km 4 klst.)
Hesteyri – Sæból í Aðalvík, um Sléttuheiði (12 km 5 klst.)
Sæból – Darri – Sæból (7 km 3 klst.)
kr.11.900