kr.12.500
Lónafjörður liggur á milli Veiðileysufjarðar og Hrafnsfjarðar í Jökulfjörðum. Lónanúpur gengur fram í sjó sunnan við fjörðinn en andspænis honum er Múli. Lónafjörður er þröngur og erfiður yfirferðar og ekki hægt að ganga inn fjörðinn undir Einbúa nema í fjöru. Þar fyrir innan eru lón sem sögð eru botnlaus og ná að fjallinu Einbúa sem gengur fram í sjó í fjarðarbotninum. Í lónunum er mikið um sel. Utan við fjarðarmynnið að vestan var bærinn Kvíar sem fór í eyði 1948.
Vinsamlega kynnið ykkur umgengnisreglur um friðland.
Aðkoma:
Farið í land á léttbát.
Ferðatími: 1 klst og 30 mín.
Uppgefinn tími miðast við beina siglingu en ef við komum á leiðinni þá lengist tíminn.
Lágmarksfjöldi: 5 farþegar
Frekari upplýsingar hafið samband við standferdir@strandferdir.is
Fatnaður
Það eru tilmæli okkar að fólk hafi með sér viðeigandi fatnað eftir veðurspá. Veðurskilyrði geta þó breyst hratt og því er nauðsynlegt að hafa með sér hlý föt. Gott er að hafa föt til skiptana, vatnsheld föt og viðeigandi skóbúnað.
Á Íslandi er veðrið oft óútreiknanlegt og er fatnaður því mikilvægur þáttur í ferðum á Hornstrandir.
Sóttvarnir
Farþegar eru beðnir um að huga að eigin sóttvörnum og fylgja þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi í samfélaginu. Tilmæli stjórnvalda um grímunotkun og sótthreinsun eiga við um borð til þess að draga úr líkum á smitum og vernda aðra farþega.
Virðum sóttvarnareglur, hugum að eigin hreinlæti og notum grímur.
Gönguleið er frá Kvíum í Rangala. Úr Rangala liggur leið um Rangalaskarð í Hornvík.
Úr Miðkjós um Snjóaskarð í Drífandisdal til Smiðjuvíkur úr Sópanda liggja tvær leiðir. Önnur er til Barðsvíkur um Þrengsli (10-12) sem er sérstæð leið og hin liggur bratt um Fannalágarfjall yfir í Hrafnsfjörð.
kr.12.500