kr.13.900
Drangar á Ströndum er norðan við Drangaskörð. Þar var föst búseta allt til ársins 1966 og fjölskyldan sem síðast bjó á Dröngum dvelst þar enn sumarlangt. Á Dröngum standa mörg merkileg hús, m.a. mjög forn hákarlahjallur sem nýverið var lagfærður.
Yfir bænum gnæfir Bæjarfjall. Bænahús var forðum á Dröngum, enda langt að sækja í næstu kirkju. Skammt norðan við Dranga fellur Húsá til sjávar, á henni er göngubrú. Vestur af ánni er Laugamýri þar sem heitt vatn er að finna.
Þorvaldur Ásvaldsson, faðir Eiríks rauða, var landnámsmaður á Dröngum. Er sagt að hann sé heygður að Meyjarseli, sem er nokkuð norðan við Dranga. Þar eru miklar tóftir á Meyjarselstanga. Upp af tanganum eru þrír Selhólar og á Þorvaldur að hvíla í einum þeirra. Fram af Meyjarselstanga er Tólfmannaboði. Þar eiga að hafa farist 12 menn sem voru á leið til messu á Dröngum á gamlársdag.
Á Dröngum er tjaldsvæði, svæði tileinkað hestagerði. Fjöldi gönguleiða er í landinu, merktar og ómerktar. Kóngsvegur liggur frá Drangaskörðum.
Aðkoma:
Farið á léttbáti í land.
Ferðatími: 1 klst.
Lágmarksfjöldi: 7 farþegar
Frekari upplýsingar hafið samband við standferdir@strandferdir.is
Fatnaður
Það eru tilmæli okkar að fólk hafi með sér viðeigandi fatnað eftir veðurspá. Veðurskilyrði geta þó breyst hratt og því er nauðsynlegt að hafa með sér hlý föt. Gott er að hafa föt til skiptana, vatnsheld föt og viðeigandi skóbúnað.
Á Íslandi er veðrið oft óútreiknanlegt og er fatnaður því mikilvægur þáttur í ferðum á Hornstrandir.
Sóttvarnir
Farþegar eru beðnir um að huga að eigin sóttvörnum og fylgja þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi í samfélaginu. Tilmæli stjórnvalda um grímunotkun og sótthreinsun eiga við um borð til þess að draga úr líkum á smitum og vernda aðra farþega.
Virðum sóttvarnareglur, hugum að eigin hreinlæti og notum grímur.
kr.13.900