kr.11.000
Kvöldferð:
Norðurfjörður – Drangaskörð – Norðurfjörður
Drangaskörð eru útvörður nyrst hluta Stranda á Vestfjörðum og af mörgum talin ein stórkostlegasta náttúrusmíð á Íslandi. Skarðafjall teygir sig fram úr Drangafjalli og klofnar fremst í nokkra dranga sem eru eitt fegursta náttúrufyrirbæri á Íslandi.
Sá innsti og hæsti er nafnlaus en síðan kemur Stóraskarðstindur, Stóritindur og Kálfsskarðstindur. Skörðin heita Efstaskarð, Stóraskarð, Mjóaskarð, Kálfskarð og Signýjargötuskarð yst. Oftast er farið um Signýjargötu en Kálfsskarð var einnig notað.
Upphafsstaður:
Við bryggju á Norðurfirði
Farið verður Kl: 19 frá bryggju í Norðurfirði og siglt að Drangaskörðum og inn í Drangavík.
Ferðatími: 2 – 3 klst
Lágmarksfjöldi: 15 farþegar
Vinsamlega hafið samband við strandferdir@strandferdir.is til að bóka ferð.
Frekari upplýsingar hafið samband við standferdir@strandferdir.is
Fatnaður
Það eru tilmæli okkar að fólk hafi með sér viðeigandi fatnað eftir veðurspá. Veðurskilyrði geta þó breyst hratt og því er nauðsynlegt að hafa með sér hlý föt. Gott er að hafa föt til skiptana, vatnsheld föt og viðeigandi skóbúnað.
Á Íslandi er veðrið oft óútreiknanlegt og er fatnaður því mikilvægur þáttur í ferðum á Hornstrandir.
Sóttvarnir
Farþegar eru beðnir um að huga að eigin sóttvörnum og fylgja þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi í samfélaginu. Tilmæli stjórnvalda um grímunotkun og sótthreinsun eiga við um borð til þess að draga úr líkum á smitum og vernda aðra farþega.
Virðum sóttvarnareglur, hugum að eigin hreinlæti og notum grímur.
kr.11.000