kr.15.800
Furufjörður er stuttur fjörður á Hornströndum, milli Þaralátursfjarðar og Bolungarvíkur. Fjörðurinn hélst í byggð fram á miðja 20. öld en lagðist þá í eyði líkt og aðrar byggðir á Hornströndum. Fjallvegur liggur úr Furufirði yfir Skorarheiði til Hrafnsfjarðar í Jökulfjörðum og var hann áður fjölfarinn.
Í Furufirði er neyðarskýli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og náðarhús við það. Rétt hjá stendur gamalt bænahús reist 1902 og kirkjugarður við það. Ströndin í firðinum er hvít skeljasandsströnd.
Vinsamlega kynnið ykkur umgengnisreglur um friðland.
Aðkoma:
Farið í land á léttbát.
Ferðatími: 1 klst og 45 mín.
Uppgefinn tími miðast við beina siglingu en ef komið er við á leiðinni þá lengist tíminn.
Lágmarksfjöldi: 7 farþegar
Frekari upplýsingar hafið samband við standferdir@strandferdir.is
Fatnaður
Það eru tilmæli okkar að fólk hafi með sér viðeigandi fatnað eftir veðurspá. Veðurskilyrði geta þó breyst hratt og því er nauðsynlegt að hafa með sér hlý föt. Gott er að hafa föt til skiptana, vatnsheld föt og viðeigandi skóbúnað.
Á Íslandi er veðrið oft óútreiknanlegt og er fatnaður því mikilvægur þáttur í ferðum á Hornstrandir.
Sóttvarnir
Farþegar eru beðnir um að huga að eigin sóttvörnum og fylgja þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi í samfélaginu. Tilmæli stjórnvalda um grímunotkun og sótthreinsun eiga við um borð til þess að draga úr líkum á smitum og vernda aðra farþega.
Virðum sóttvarnareglur, hugum að eigin hreinlæti og notum grímur.
Gönguleiðir:
Úr Furufirði liggur gönguleið um Hornstrandir til suðurs í Þaralátursfjörð yfir Svartaskarð á Dagmálahorni til suðurs.
Til norðurs liggur gönguleið um Bolungarvíkurófæru (ath. sjávarföll) og um Drangsnes til Bolungarvíkur.
Gönguleið er yfir Skoraheiði í Hrafnsfjörð og um Svartaskarð og Þaralátursfjörð yfir í Reykjafjörð.
Á milli Furufjarðar og Reykjarfjarðar eru 10-12 km.
Hrafnsfjörður - Furufjörður, um Skorarheiði (7 km 3klst.)
Furufjörður að Barðsvík 10 – 12 km.
kr.15.800