kr.17.500
Hornvík er falleg vík sem liggur á milli Hælavíkurbjargs og Hornbjargs .
Áður fyrr voru þrír bæir í byggð í Hornvík þar til 1946 en þá fór Horn í eyði. Höfn og Rekavík fóru í eyði 1944.
Austan víkurinnar rís Hornbjarg og vestan við hana er Hælavíkurbjarg en þessi tvö björg eru ásamt Látrabjargi stærstu fuglabjörg á Ísland.
Hornbjarg er þverhnípt sjávarbjarg sem rís úr sjó á norðvesturhorni Vestfjarða. Hæstu tindar þess eru Kálfatindur (534 m) og Jörundur (429 m), saman kallaðir Kálfatindar. Nyrsta nef Hornbjargs heitir Horn en það er nyrsti tangi Vestfjarða og miðja Hornstranda, en þar skiptast þær í Austur- og Vesturstrandir. Hornstrandir draga nafn sitt af Horni. Innst við sunnanvert Hornbjarg standa berggangarnir Fjalir.
Milli Hælavíkurbjargs og Rekavíkur er Hvannadalur, Langikambur og Rekavíkurfjall. Upp af Rekavík er Atlaskarð en um það liggur gönguleið yfir í Hælavík og Hlöðuvík. Milli Rekavíkur og Hafnar er fjallið Darri með Einbúa. Út í Rekavík gengur Tröllkambur.
Í sunnanverðri víkinni eru Hafnarskarð, en þar liggur gönguleið í Veiðileysufjörð, Tindaskörð, Rangalaskarð, um það er farið í Lónafjörð og Breiðaskarð við Snók. Að austanverðu eru Kýrskarð, um það er farið í Látravík, Hestskarð og Almenningsskarð, en þar er einnig gönguleið í Látravík.
Í víkina falla margar ár og lækir en þær helstu talið frá Höfn eru: Víðisá, Torfdalsá, Selá, Gljúfurá, Kýrá og Drífandi eða Bunulækur. Árnar sameinast í eitt vatnsfall á láglendinu og heitir það Hafnarós.
Vinsamlega kynnið ykkur umgengnisreglur um friðland.
Farið í land á tveimur stöðum í Hornvík: -Höfn og -Hornbærinn (Veljið hvar þið farið í land við bókun).
Aðkoma:
Farið í land á léttbát.
Ferðatími: 2 klst og 15 mín.
Uppgefinn tími miðast við beina siglingu en ef við komum við á leiðinni þá lengist tíminn.
Lágmarksfjöldi: 7 farþegar
Frekari upplýsingar hafið samband við standferdir@strandferdir.is
Fatnaður
Það eru tilmæli okkar að fólk hafi með sér viðeigandi fatnað eftir veðurspá. Veðurskilyrði geta þó breyst hratt og því er nauðsynlegt að hafa með sér hlý föt. Gott er að hafa föt til skiptana, vatnsheld föt og viðeigandi skóbúnað.
Á Íslandi er veðrið oft óútreiknanlegt og er fatnaður því mikilvægur þáttur í ferðum á Hornstrandir.
Sóttvarnir
Farþegar eru beðnir um að huga að eigin sóttvörnum og fylgja þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi í samfélaginu. Tilmæli stjórnvalda um grímunotkun og sótthreinsun eiga við um borð til þess að draga úr líkum á smitum og vernda aðra farþega.
Virðum sóttvarnareglur, hugum að eigin hreinlæti og notum grímur.
kr.17.500