kr.17.500
Látravík er næsta vík fyrir austan Hornvík og er á friðlandi. Uppi á Hornbjargi eru tindar, hæstir eru Kálfatindar. Þeir ná 534 metra hæð yfir sjó. Hornbjarg er þverhnípt sjávarbjarg, hæsta bjarg á Íslandi. Bergið er gamalt, með því elsta á Íslandi, 15–16 milljón ára gamalt. Það er eitt af þremur mestu fuglabjörgunum á Íslandi. Venja hefur skapast að telja saman varpfugla í Hælavíkurbjargi og Hornbjargi enda eru þau skammt frá hvort öðru, sitt hvoru megin við Hornvík. Hornbjargsviti var reistur 1949 og hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1995. Nú rekur Ferðafélag Íslands gistingu og tjaldsvæði að sumri til en engin byggð er þar lengur að vetri til.
Vinsamlega kynnið ykkur umgengnisreglur um friðland.
Aðkoma:
Farið í léttbát í land.
Ef ófært er í landtök í Látravík þá er farið á land í Hornvík (Hornbær)
Ferðatími: 1 klst og 45 mín.
Uppgefinn tími miðast við beina siglingu en ef komum við á leiðinni þá lengist tíminn.
Lágmarksfjöldi: 7 farþegar
Gisting á vegum Ferðafélag Íslands.
Frekari upplýsingar hafið samband við standferdir@strandferdir.is
Fatnaður
Það eru tilmæli okkar að fólk hafi með sér viðeigandi fatnað eftir veðurspá. Veðurskilyrði geta þó breyst hratt og því er nauðsynlegt að hafa með sér hlý föt. Gott er að hafa föt til skiptana, vatnsheld föt og viðeigandi skóbúnað.
Á Íslandi er veðrið oft óútreiknanlegt og er fatnaður því mikilvægur þáttur í ferðum á Hornstrandir.
Sóttvarnir
Farþegar eru beðnir um að huga að eigin sóttvörnum og fylgja þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi í samfélaginu. Tilmæli stjórnvalda um grímunotkun og sótthreinsun eiga við um borð til þess að draga úr líkum á smitum og vernda aðra farþega.
Virðum sóttvarnareglur, hugum að eigin hreinlæti og notum grímur.
Gönguleiðir:
Höfn – Hornbjarg (13 km 8 -10 klst.)
Um Kýrskarð eða Almenningsskarð á leið til Hornvíkur.
Axarfjall og niður Hrollleifsvík á leið í Smiðjuvík.
kr.17.500