kr.23.000
Reykjarfjörður er allmikill fjörður og er þar að finna einstaka náttúruperlu. Hann fór í eyði árið 1959, en húsin standa enn og er þeim vel við haldið. Það er sumarbyggð í Reykjarfirði en þangað koma afkomendur gömlu ábúendanna hvert vor og nýta hlunnindana langt fram á haust.
Í Reykjarfirði er hverasvæði og heitasta laugin er um 64 gráður. Þar er sundlaug sem byggð var árið 1938. Önnur hlunnindi sem fylgja jörðinni eru mikill rekaviður og seltaka. Mikla sögunarverksmiðju er að finna niðri við ströndina.
Í Reykjarfjörð gengur lengsti skriðjökullinn fram úr norðanverðum Drangajökli og frá honum kemur Reykjarfjarðarós sem er heitið á jökulánni sem fellur niður dalinn fram í Reykjarfjörð.
Dagsferðir: (þarf að fara sér) aðeins í boði á laugardögum í júlí.
Upphafsstaður:
Við bryggju á Norðurfirði
Lengd ferðar: 6 klst
Brottför kl. 10 frá Norðurfirði
Brottför kl 16 frá Reykjarfirði
Lágmarksfjöldi: 10 farþegar
Frekari upplýsingar hafið samband við standferdir@strandferdir.is
Fatnaður
Það eru tilmæli okkar að fólk hafi með sér viðeigandi fatnað eftir veðurspá. Veðurskilyrði geta þó breyst hratt og því er nauðsynlegt að hafa með sér hlý föt. Gott er að hafa föt til skiptana, vatnsheld föt og viðeigandi skóbúnað.
Á Íslandi er veðrið oft óútreiknanlegt og er fatnaður því mikilvægur þáttur í ferðum á Hornstrandir.
Sóttvarnir
Farþegar eru beðnir um að huga að eigin sóttvörnum og fylgja þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi í samfélaginu. Tilmæli stjórnvalda um grímunotkun og sótthreinsun eiga við um borð til þess að draga úr líkum á smitum og vernda aðra farþega.
Virðum sóttvarnareglur, hugum að eigin hreinlæti og notum grímur.
Gönguleiðir:
Reykjarfjörður – Hrafnfjörður um Skorarheiði 14 – 16 km.
Reykjarfjörður að Hrollleifsborg 12 – 14 km.
Reykjarfjörður-Bjarnarfjörður um Skjaldabjarnarvík 15-16 km.
Reykjarfjörður-Bjarnarfjörður um Fossdalsheiði 8 km.
kr.23.000