kr.12.500
Veiðileysufjörður er á milli Hesteyrarfjarðar og Lónafjarðar í Jökulfjörðum. Hann er stærstur fjarða í Jökulfjörðum, um 8 km langur. Við Meleyri stóð áður fyrr hvalstöð en um hana eru nú engin ummerki að sjá. Fjallið Tafla er fyrir botni fjarðarins og sunnan þess er Karlsstaðadalur og í honum örnefnið Karlsstaðir, sem þykir benda til búsetu fyrr á öldum.
Aðkoma:
Farið í land á léttbát.
Ferðatími: 1klst og 20 mín.
Uppgefinn tími miðast við beina siglingu en ef við komum á leiðinn þá lengist tíminn.
Frekari upplýsingar hafið samband við standferdir@strandferdir.is
Fatnaður
Það eru tilmæli okkar að fólk hafi með sér viðeigandi fatnað eftir veðurspá. Veðurskilyrði geta þó breyst hratt og því er nauðsynlegt að hafa með sér hlý föt. Gott er að hafa föt til skiptana, vatnsheld föt og viðeigandi skóbúnað.
Á Íslandi er veðrið oft óútreiknanlegt og er fatnaður því mikilvægur þáttur í ferðum á Hornstrandir.
Sóttvarnir
Farþegar eru beðnir um að huga að eigin sóttvörnum og fylgja þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi í samfélaginu. Tilmæli stjórnvalda um grímunotkun og sótthreinsun eiga við um borð til þess að draga úr líkum á smitum og vernda aðra farþega.
Virðum sóttvarnareglur, hugum að eigin hreinlæti og notum grímur.
Veiðileysufjörður – Hornvík – um Hafnarskarð 10 km.
Frá Steig liggur leið upp á Kvíarfjall og niður Kvíardal að eyðibýlinu Kvíum. Einnig er hægt að ganga upp í Hafnarskarð.
Greiðfær gönguleið liggur upp frá Steinólfsstöðum yfir í Hesteyrarfjörð. Einnig er hægt að ganga þaðan upp í Hlöðuvíkurskarð til Hlöðuvíkur. Tjaldsvæði er við Steinólfsstaðir og náðhús eru á Þrætuparti og Meleyri.
kr.12.500